top of page
hringir.png

Akureyri í framsókn

 

Það eru forréttindi að búa á Akureyri, hér eru aðstæður til útivistar góðar og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hreyfingu og tómstundum. Atvinnuleysi er lágt, þjónusta við íbúa er góð og það eru mörg spennandi verkefni í gangi. Fjárhagsstaða bæjarins gefur tilefni til bjartsýni og með ábyrgri fjármálastjórn siglum við skútunni áfram í rétta átt. Við höldum áfram að forgangsraða fjármunum, hagræða í stjórnsýslunni og auka tekjustofna sveitarfélagsins en um leið leggja áherslu á að vaxa sem samfélag og fjárfesta í farsæld barna. 

Mannlíf og lífsgæði blómstra þegar velferð og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi til jafns við efnahagsleg markmið. Þau leiðarljós lýstu okkur leið í allri málefnavinnu og urðu eftirtaldar áherslur því kjarni í stefnuskrá okkar, framsókn í verðmætasköpun og framsókn í velferð. 

 

 

Framsókn í verðmætasköpun 

 

Horft til framtíðar 

 

Bærinn okkar hefur vaxið hratt á síðustu árum. Í slíkum vexti er mikilvægt að horfa til framtíðar, huga að næstu skrefum og því hvernig við viljum sjá bæinn okkar þróast. Þar munu loftslags- og umhverfismál, skipulagsmál, lýðheilsa og heilbrigðir lífshættir skipa stóran sess.


Við viljum:

•Hraða uppbyggingu í Holta- og Móahverfi til að koma til móts við sívaxandi eftirspurn íbúðarhúsnæðis og huga stax að næstu kostum. 

•Að nýttar séu fjölbreyttar leiðir til að tryggja nægt lóðaframboð og húsnæðisgerð fyrir alla hópa samfélagsins. Svo sem óhagnaðardrifnar almennar leiguíbúðir og íbúðir sem falla undir hlutdeildarlán.

•Hefja vinnu við framtíðarsýn Oddeyrinnar sem býður upp á skemmtilega blöndu íbúðarbyggðar, fyrirtækjareksturs, hafnarstarfsemi og þjónustu.

•Að farið verði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti.

•Efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíð Akureyrarvallar.

•Að unnið verður áfram að uppbyggingu á nýsamþykktu stígakerfi sem mun gjörbreyta samgöngumáta bæjarbúa og styðja við lýðheilsu. 

Öflugt atvinnusvæði


Fjölbreytt atvinnutækifæri eru forsenda þess að Akureyri vaxi og að hér kjósi fleiri íbúar að festa sér búsetu. Akureyri er sveitarfélag í sókn og aukin tækifæri til menntunar, atvinnu og nýsköpunar munu styrkja okkur enn frekar sem leiðandi afl í landsbyggðunum. 


Við viljum:

•Vinna skapandi stefnu í verðmætasköpun með atvinnurekendum, frumkvöðlum, stofnunum og ferðaþjónustuaðilum.

•Leggja áherslu á gott samstarf og samtal við atvinnurekendur í bænum. 

•Efla nýsköpun og stuðla að auknu samstarfi háskóla, stofnana, frumkvöðla og fyrirtækja á svæðinu. Þannig skapast ný þekking, hugvit og færni sem leiðir til nýrra tækifæra og atvinnuþróunar.

•Leggja áherslu á nýsköpun í tækni og smáiðnaði sem byggir á grænni orku.

•Tryggja nægilegt aðgengi að orku fyrir uppbyggingu atvinnulífs. 

•Koma upp aðstöðu fyrir störf án staðsetningar í samtarfi við einkaaðila og ríkið. 

•Fjölga opinberum störfum og stofnunum á Akureyri. 

•Kortleggja hvað Akureyrarbær geti gert til að gera bæinn eftirsóknarverðari áfangastað í nánu samstarfi við innlenda og erlenda ferðaþjónustuaðila.

•Að unnið verði hratt að uppbyggingu flughlaðs og nýrrar flugstöðvar. 


Lifandi bær


Forsenda þess að við eflumst og styrkjumst sem sveitarfélag er að Akureyri sé lifandi bær. Menning, útivist og íþróttir geta af sér aukin lífsgæði fyrir íbúa og styðja við ferðaþjónustu í landshlutanum. 


Við viljum:

•Halda áfram uppbyggingu í Kjarnaskógi, Hömrum og Naustaborgum og styðja þar við frábært starf Skógræktarfélags Eyfirðinga. 

•Að íþrótta- og útivistartengd ferðamennska verði kortlögð í samstarfi við íþróttahreyfinguna.

•Leggja áherslu á að styrkja og efla þá starfsemi sem fyrir er hjá söfnum. 

•Að gætt verði að varðveislu Listagils og stutt verði við grasrótarstarfið þar.

•Sjá hlutverk Menningarfélags Akureyrar dafna og stækka.

•Að Hof verði miðstöð ráðstefna í landsbyggðunum. 

•Lífga upp á miðbæinn og ná betri tengingu við menningarstarfsemi bæjarins. 

•Byggja upp Glerárdalinn sem útivistarparadís. 

•Efla hlutverk Hlíðarfjalls sem þjóðarleikvangs og þrýsta á aðkomu ríkisins að því. 

•Að þær uppbyggingar á íþróttamannvirkjum sem eru á teikniborðinu verði kláraðar með sóma. 

•Kortleggja hvernig við byggjum upp íþrótta- og útivistarbæinn Akureyri og skoða heildrænt samlegðaráhrif og nýtingu húsnæðis. 

 

Framsókn í velferð

Börnin í fyrirrúmi 

Málefni barna verða í fyrirrúmi á kjörtímabilinu og forgangsraðað í þágu þeirra. Mikilvægt er að vanda til verka við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og styðja við samtal milli þeirra kerfa er koma að málefnum barna. Sérstaklega þarf að huga að andlegri heilsu ungmenna. 


Við viljum:

•Leggja megináherslu á að koma farsældarlögum barna í framkvæmd sem snúa að  samþættingu þjónustu í þágu barna.

•Að unnið verði markvisst eftir aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar vegna Barnvæns sveitarfélags

•Styrkja forvarnarstarf FÉLAK, félagsmiðstöðva Akureyrar og styðja við bak þeirra sem starfa með börnum. 

•Að boðið verði upp á gjaldfrí námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) í vali á unglingastigi sem mótvægi við auknum kvíða og þunglyndi. 

•Hafa velferð barna í forgrunni í allri uppbyggingu íþróttamannvirkja og leitast eftir röddum barna í allri undirbúningsvinnu. 

•Styðja við starf rafíþrótta. 

•Fjárfesta í gæðastundum fjölskyldna með því að styðja við samfelldan virknidag barna. 

•Vinna markvisst að því að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi, sér í lagi barna af erlendum uppruna. 


Vellíðan íbúa:


Mann­rétt­indi eru lykillinn að því að efla og þróa samfélag sem er án aðgreiningar, sem stuðlar að jafnrétti, berst gegn mismunun í öllum sínum myndum og styrkir bæði einstaklinga og samfélagið í kringum þá. Akureyrarbær á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúa sína og hlúa að velferð þeirra. 


Við viljum:

•Gera átak í verkefninu Heilsueflandi samfélag fyrir alla hópa samfélagsins. 

•Styðja við þjónustu í geðheilbrigðismálum fyrir allan aldur.

•Efla samfélagslega þátttöku Akureyringa af erlendum uppruna.

•Að markmiðum laga um jafnan rétt og stöðu kynja sé fylgt eftir.

•Skoða hvort að forsendur séu fyrir því að opna Fjölskylduhús á Akureyri. 

•Styðja við opnun Bergsins Headspace á Akureyri, stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri.

•Huga að velferð og vinnuaðstöðu starfsfólks Akureyrarbæjar. 

•Að lögð verður áhersla á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla enn frekar.  

•Huga að hlutverki Glerárlaugar þegar kemur að því að treysta forvarnir og heilsuvernd fyrir ólíka hópa, s.s. börn og aldraða.


Lífsgæði á efri árum


Mikilvægt er að kortleggja stöðu og vilja þess ört stækkandi hóps eldri borgara sem vill njóta lífsins við góða heilsu fram á efri ár. Hækkandi lífaldur kallar á breytt viðhorf gagnvart skipulagi og í þjónustu við eldra fólk og því er mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málaflokki. 


Við viljum:

•Bjóða upp á lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara. 

•Vinna að því að Akureyri verði aldursvænt samfélag. 

•Leggja áherslu á að samþætta verkefni og þjónustu ríkis og sveitarfélags við eldra fólk með sérstakri áherslu á samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu.

•Að áfram verði unnið að eflingu Birtu og Sölku félagsmiðstöðva fólksins og unnið að stækkun þjónustukjarna. 

•Útdeila lóðum til aðila sem vilja byggja fjárhagslega hagkvæmar íbúðir fyrir eldri borgara. 

•Efla fræðslu og forvarnir fyrir eldri borgara.

•Draga úr félagslegri einangrun aldraðra.



Settu x við b því framtíðin ræðst á miðjunni. 
bottom of page