top of page
Framsókn Ak forsíða.png

Velkomin á heimasíðu Framsóknar á Akureyri

Nú fer að styttast í kosningar og hver að verða síðastur að ákveða hvaða flokkur eða frambjóðendur fái þeirra traust. Við í Framsókn bjóðum fram öflugan og samstilltan hóp sem leggur áherslu á gott samstarf og að vinna heilshugar að bæði velferð Akureyrarbæjar og íbúa hans. 

 

Mannlíf og lífsgæði blómstra þegar velferð og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi til jafns við efnahagsleg markmið. Þau leiðarljós lýstu okkur leið í allri málefnavinnu og urðu eftirtaldar áherslur því kjarni í stefnuskrá okkar, framsókn í verðmætasköpun og framsókn í velferð. 

 

Við í Framsókn á Akureyri viljum fjárfesta í velferð barna og hækkandi lífaldur kallar einnig  á breytt viðhorf gagnvart skipulagi og í þjónustu við eldra fólk.

 

Unga fólkið er framtíð okkar og til að halda í þau þá verður að vera nægt húsnæði í boði og fjölbreytt atvinnutækifæri. 

 

Lýðheilsa í víðum skilningi skiptir okkur máli og viljum við byggja upp útivistar- og íþróttabæinn Akureyri með allan aldur í huga og vinna að framtíðarsýn.  

 

Við viljum efla samtalið og vinna að aðgerðum í verðmætasköpun með atvinnulífinu, frumkvöðlum, stofnunum og ferðaþjónustuaðilum.  

 

Við viljum taka þátt í að vinna að uppgangi Akureyrar sem smám saman er að breytast í litla borg með fjölbreytta þjónustu, verslun, menningu og menntun en hefur um leið kosti dreifbýlisins. 

 

Málefnaskrána má í heild sinni finna inn á Framsóknakureyri.is

 

Við leggjum störf Framsóknarflokksins stolt fyrir dóm kjósenda og munum ótrauð taka þátt í að halda þeirri góðu vegferð áfram. Framtíðin ræðst á miðjunni. 

Fólkið í Framsókn
Málefnaskráin okkar
Greinasafn

bottom of page